Sjóvá hefur hækkað iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga um 7% og kaskótryggingar um 5% og tekur sú hækkun gildi við endurnýjun hinn 1. febrúar nk. Félagið lækkaði kaskótryggingar 1. janúar 2006 um 2% þegar kaskótjónum hafði fækkað á árinu áður. Á árinu 2006 varð hins vegar umtalsverð aukning kaskótjóna eða sem nemur 23% frá fyrra ári. Með hækkuninni í febrúar hafa kaskótryggingar hækkað um 8% hjá félaginu frá janúarbyrjun 2006.
Fleiri alvarleg slys
Í samantekt slysaskráningar Umferðarstofu kemur fram að alvarlegum slysum fyrstu 10 mánuði ársins hefur fjölgað á Íslandi um 28.7% í samanburði við sama tíma í fyrra. Sjóvá hefur eins og önnur tryggingafélög orðið áþreifanlega vart við þessa þróun en bókfærð tjón félagsins voru um 9% meiri en iðgjöld á árinu 2006. Þá fjölgaði slösuðum umtalsvert á árinu 2006 í samanburði við árið áður. Á árinu 2005 hafði slösuðum á hinn bóginn fækkað um 9% frá árinu áður.
Sjóvá hefur hækkað iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga um 7% og kaskótryggingar um 5% og tekur sú hækkun gildi við endurnýjun hinn 1. febrúar nk. Félagið lækkaði kaskótryggingar 1. janúar 2006 um 2% þegar kaskótjónum hafði fækkað á árinu áður. Á árinu 2006 varð hins vegar umtalsverð aukning kaskótjóna eða sem nemur 23% frá fyrra ári. Með hækkuninni í febrúar hafa kaskótryggingar hækkað um 8% hjá félaginu frá janúarbyrjun 2006.