Við höfum tekið saman helstu upplýsingar um tjón af völdum snjóflóða og tryggingar, vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast á ákveðnum svæðum á Austurlandi.
Hver bætir tjón af völdum snjóflóða?
Allar húseignir og lausamunir sem eru með brunatryggingu hjá okkur eru tryggð hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands vegna snjóflóða. Mikilvægt er að fara yfir þessi mál og ganga úr skugga um að innbú eða lausafé sé tryggt með Fjölskylduvernd eða annarri tryggingu sem innfelur brunatryggingu. Samkvæmt lögum eiga allar húseignir að vera brunatryggðar og þær húseignir sem komnar eru með brunabótamat eru með brunatryggingu en þeir sem eru með hús í byggingu þurfa sjálfir að huga að því að kaupa brunatryggingu.
Allir þeir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt brunatryggt hjá Sjóvá. Þeir sem ekki eru með Fjölskylduvernd geta haft samband við okkur til að fara yfir hvort innbúið sé brunatryggt og þar með tryggt fyrir náttúruhamförum. Einnig má fara yfir tryggingarnar inni á Mitt Sjóvá.
Hvert skal tilkynna tjón af völdum snjóflóða?
Tjónið skal tilkynna til Náttúruhamfaratrygginga Íslands (NTÍ) en gott er að hafa í huga að eigin áhætta innbústjóna hjá NTÍ er að lágmarki 200.000 krónur og í húseignatjónum er lágmarkið 400.000 krónur.
Nánar um tryggingarnar:
- Fasteignir
Allar húseignir á Íslandi á að brunatryggja samkvæmt lögum og falla þær því sjálfkrafa undir tryggingar NTÍ. Húseigendum er þannig skylt að tryggja allar húseignir gegn eldsvoða, hvort sem um er að ræða hús í byggingu eða fullbúið hús og þetta gildir um allar tegundir húsnæðis s.s. íbúðarhúsnæði, bílageymslur, atvinnuhúsnæði, útihús, sumarhús eða hesthús. Með brunatryggingu myndast sjálfkrafa vernd hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands sem bætir tjón vegna jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða, vatnsflóða. Vátryggingarverndin miðast við brunabótamat og því er mikilvægt að húseigendur gæti þess að það sé uppfært ef búið er að fara endurbætur eða byggt er við hús. Þeir sem eru að byggja hús þurfa sjálfir að huga að því að taka brunatryggingu á sínar húseignir.
- Innbú
Allir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt brunatryggt hjá okkur. Við ráðleggjum öllum að kaupa fjölskylduvernd því mikil verðmæti geta legið í innbúi. Rétt er að fara reglulega yfir fyrir hve háa fjárhæð innbúð er tryggt og sérstaklega ef aðstæður þínar hafa breyst frá því þú keyptir tryggingarnar til dæmis fjölskyldan eða húsnæði hefur stækkað. - Lausafé í atvinnurekstri
Eigendur lausamuna eins og t.d lagervöru og verkfæra, hafa val um hvort þeir tryggja þá en brunatryggingar eru m.a. innifaldar í lausafjártryggingum okkar.
- Ökutæki
Tjón á ökutækjum vegna snjóflóða fæst bætt úr kaskótryggingu. - Vinnuvélar
Vinnuvélar sem eru með húftryggingu vinnvéla hjá okkur eru með innifalda tryggingu hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands.
Hvar get ég séð tryggingarnar mínar?
- Inni á Mitt Sjóvá getur þú nálgast upplýsingar um tryggingarnar þínar. Hægt er að skrá sig inn á Mitt Sjóvá með rafrænum skilríkjum eða notandanafni og lykilorði og einfalt er að sækja um aðgang. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna eða þú vilt gera breytingar á tryggingaverndinni. Hægt er að ná sambandi við ráðgjafa okkar á netspjallinu á sjova.is, í síma 440 2000 eða með því að hafa beint samband við ráðgjafa í þínu útibúi.
Sjóvá spjallið
Í þættinum hér fyrir neðan er rætt um innbústryggingar og það þegar tjón verður á innbúi af völdum náttúruhamfara.