Þann 20. janúar síðastliðinn birti Verðlagsnefnd ASÍ niðurstöður úr könnun á tryggingamarkaði. Kannað var verð í stakar tryggingar og í heildarpakka.
Þegar endurgreiðsla Stofnfélaga Sjóvá var tekin með í reikning á heildarverði tryggingapakka var Sjóvá með lægsta verðið í þremur tilvikum af fjórum.
Könnunin var framkvæmd þannig að fjórir einstaklingar leituðu eftir tilboðum í „tryggingapakka“ hjá tryggingafélögunum fjórum þar sem leitað var eftir tilboðum í sambærilegar tryggingar og viðkomandi var þegar með.
"Vörður var með lægstu tilboðin í tryggingapakka allra fjögurra einstaklinganna en TM og VÍS voru með hæstu tilboðin í tveimur tilfellum hvort um sig. Tilboð frá Sjóvá voru næst lægst í þremur tilfellum af fjórum en allir fjórir einstaklingarnir sem óskuðu eftir tilboði í sína tryggingapakka voru með tryggingar sem gefa þeim aðgang að Stofni, vildarþjónustu Sjóvá og fá því betri kjör en ella af tilteknum tryggingum sem endurspeglast í tilboðunum. Félagar í Stofni fá einnig endurgreiðslu af tilteknum tryggingum ef þeir eru tjónlausir í lok greiðslutímabils sem er ekki tekin með í samanburði á tilboðunum.
Ef endurgreiðslan væri tekin með í reikninginn væru tilboð Sjóvá lægri en tilboð Varðar í þremur tilfellum af fjórum."
Í könnun ASÍ kom einnig fram eftirfarandi:
"Sjóvá var með lægsta meðalverð á húseigendatryggingum og lægsta verðið á tveimur af þremur húseigendatryggingum. Sjóvá var einnig með lægsta meðalverðið á öllum gæludýratryggingum og barnatryggingum og lægsta verð á slíkum tryggingum í öllum tilfellum."
Til viðbótar við að vera með lægsta verð í flestum tilfellum fyrir Stofnfélaga að endurgreiðslu meðtalinni, þá er Sjóvá efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni, fimmta árið í röð.
Ef þú ert ekki í Stofni, þá er lítið mál að sækja um tilboð í þínar tryggingar.