Á síðasta ári völdu fjölmargir viðskiptavinir, eins og undanfarin ár, að gefa til góðs málefnis og fengu Einstök Börn, sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa eða jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar, afhentar 2,8 milljónir sem voru framlag viðskiptavina Sjóvár í Stofni ásamt framlagi frá Sjóvá.
Í ár geta viðskiptavinir styrkt Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.
Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins:
„Við erum afar ánægð með að Sjóvá skuli velja okkur sem samstarfsaðila vegna endurgreiðslunnar, en Ljósið hefur verið í samstarfi við Sjóvá í mörg ár. Ljósið hefur það markmið að hjálpa til við að efla lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Þegar fólk gengur í gegnum ferli krabbameinsmeðferðar er mikilvægt að hafa samanstað þar sem hægt er að koma, hitta aðra og efla andlegan, félagslegan og líkamlegan þrótt. Hvert sem framlagið verður mun það nýtast vel í starfseminni“, segir Erna.
Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvár:
„Að endurgreiða tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum okkar í Stofni er alltaf jafn ánægulegt. Í ár endurgreiðum við í tuttugasta skiptið en þetta er fimmta árið sem við gefum viðskiptavinum kost á að ráðstafa hluta endurgreiðslunnar til góðs málefnis“. Í fyrra gátu viðskiptavinir styrkt Einstök Börn en núna er það Ljósið sem varð fyrir valinu. „Við þekkjum ágætlega til Ljóssins og þess ómetanlega starfs sem samtökin vinna. Við höfum stutt við bakið á Ljósinu í mörg ár og munum gera með veglegri hætti þetta árið. Meðal starfsfólks okkar eru fjölskyldur sem hafa fengið mikin stuðning og styrkingu frá þeim“, segir Sigurjón.
Nánari upplýsingar gefur Sigurjón Andrésson markaðsstjóri í síma 844-2022