Nýtt félag mun bera nafnið Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og hafa öll vátryggingaviðskipti færst sjálfkrafa yfir nýs félags. Rekstrarlegar skuldbindingar tengdar tryggingarekstrinum, t.a.m. samningar við alla þjónustuaðila, samningar vegna húsnæðis og lausafjár, starfsmannasamningar, hugverkaréttindi, markaðs- og styrktarsamningar og aðild dómsmála, voru með sérstökum yfirfærslusamningi færðir yfir til nýs félags og tekur það við öllum þeim skuldbindingum.
Eigendur nýs félags eru SAT eignarhaldsfélag hf. (sem er í eigu Glitnis banka hf.) og Íslandsbanki hf. Stjórn nýs vátryggingafélags skipa Heimir V. Haraldsson stjórnarformaður, Þórólfur Jónsson, Erna Gísladóttir, Kristján Ragnarsson og Þórhildur Ólöf Helgadóttir.