í dag afhenti Sjóvá Forvarnarhúsinu tvo skrikvagna að gjöf og verða þeir notaðir við ökukennslu á vegum Ökukennarafélags Íslands.
Skrikvagn er hjólabúnaður sem settur er undir venjulegan bíl og með honum má lyfta bílnum lítillega upp svo að veggrip minnkar og þannig má með ákveðnum æfingum auka skilning á akstri við erfiðar aðstæður t.d.í hálku, bleytu eða lausamöl. Vagnarnir verða því góð viðbót í námi ungra ökumanna auk þess sem þá má nýta í ýmis önnur verkefni. Skrikvagnarnir verða notaðir um allt land og verður annar vagninn á ferð um landið í færanlegu forvarnarhúsi.
Það hefur lengi verið baráttumál Ökukennarafélags Íslands að áhættuvaranarakstur verði tekin upp sem skipulagður námsþáttur hér á landi. Nú er sá draumur að verða að veruleika.
Afhendingin fór fram á Kirkjusandi þar sem Strætó var áður með aðstöðu og voru skrikvagnanir prófaðir á svæðinu að afhendingu lokinni. Fyrstur til að reyna vagnana var Kristján L. Möller, samgönguráðherra og fékk hann leiðsögn frá Jóni Hauki Edwald, formanni Ökukennarafélags Íslands.
Nánari upplýsingar veita:
Einar Guðmundsson, forstöðumaður Forvarnahússins í síma 440 2023,
tölvupóstur: einar.gudmundsson@forvarnahusid.is
Jón Haukur Edwald, formaður Ökukennarafélags Íslands í sím 897 7770,
tölvupóstur: jhe@aka.is
Myndir
Smelltu á mynd til að stækka