Sjóvá býður frá og með deginum í dag upp á tryggingavernd fyrir flóttafólk sem hingað kemur frá Úkraínu og mun dvelja á heimilum viðskiptavina félagsins, í íbúðum þeirra eða sumarhúsum í þeirra eigu. Þessi viðbót verður bæði flóttafólki og þeim viðskiptavinum sem bjóða húsnæði að kostnaðarlausu.
Vitað er að hingað er nú von á miklum fjölda fólks á flótta vegna stríðsins í Úkraínu. Með því að bjóða upp á aukna tryggingavernd vill Sjóvá koma til móts við viðskiptavini sem hugsa sér að bjóða flóttafólki húsnæði.
Til að tryggingin geti tekið gildi þarf eigandi húsnæðisins að vera með Fjölskylduvernd hjá Sjóvá. Hún verður samkvæmt skilmálum Fjölskylduverndar 2 sem innifelur m.a:
- Innbústryggingu og innbúskaskó sem fyrir persónulega muni sem flóttafólkið hefur meðferðis eða eignast á meðan það dvelur hér á landi.
- Slysatryggingu í frítíma.
- Ábyrgðartryggingu einstaklings
Þetta þýðir að munir flóttafólksins verða tryggðir t.d. vegna bruna, innbrota og óvæntra utanaðkomandi orsaka, þau tryggð fyrir slysum sem þau geta að orðið fyrir og skaðabótakröfum sem kunna að falla á þau sem einstaklinga. Tryggingin gildir til 1. október 2022.
Þetta mun ekki hafa áhrif á tryggingakjör þeirra viðskiptavina sem opna heimili sín með þessum hætti og tjón sem eru bætt samkvæmt þessu hafa ekki áhrif á Stofnendurgreiðslu sem þeir kunna að eiga rétt á.
Þeir viðskiptavinir Sjóvá sem ætla að veita úkraínsku flóttafólki húsaskjól geta fyllt út rafræna umsókn hér fyrir neðan upp nöfn fólksins, fæðingardag og ár og dvalarstað hér á landi. Tryggingin tekur gildi strax frá móttöku umsóknarinnar.