Sjóvá tekur þátt í verkefninu Fjármálavit sem er samvinnuverkefni aðildarfélaga SFF. Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla, þróað af Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) í samvinnu við kennara og kennaranema. Markmið Fjármálavits er að nýta samtakamátt fjármálafyrirtækja á Íslandi og minna á samfélagslegt hlutverk þeirra í að stuðla að góðu fjármálalæsi, auka fjármálalæsi ungs fólks og gera það betur í stakk búið að taka ákvarðanir í framtíðinni um fjármál.
Dagana 27.mars – 2.apríl taka SFF þátt í evrópsku peningavikunni þar sem markmiðið er að vekja athygli almennings á Fjármálaviti og vekja unglinga til umhugsunar um fjármál og fyrirhyggju. Í tilefni vikunnar eru gerð myndbönd þar sem fjallað er um fjármál og tryggingar með augum unglingsins. Smellið hér til að sjá myndböndin.