Nú er ljóst að margir af íbúum Úkraínu eru á flótta undan stríði. Þó Ísland sé langt frá stríðinu er von á fjölda flóttafólks hingað á næstu dögum og vikum.
Sjóvá hefur ákveðið að styðja við bakið á bæði flóttafólki í Evrópu og því fólki sem hingað kemur á flótta frá stríði og mun leggja Rauða krossinum til 50.000 krónur frá hverjum og einum starfsmanni Sjóvá - samtals 10 milljónir króna.
Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og að veita sálrænan stuðning.
Við bendum á að hægt er að leggja söfnun Rauða krossins lið hér: Neyðarsöfnun Rauða krossins