Í takt við umhverfisvænar áherslur Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ ákváðum við hjá Sjóvá að gefa ekki höfuðbuff í hlaupinu, annað árið í röð, heldur styrkja þess í stað gott málefni um þá fjárhæð sem hefði annars verið varið í buffin.
Í ár rennur styrkurinn til haustsöfnunar Barnaheilla, Lína okkar tíma en í henni er safnað er fyrir þróunarverkefni samtakanna í Síerra Leóne sem leggur áherslu á vernd stúlkna gegn ofbeldi.
Það er okkur mikil ánægja að geta stutt við þetta góða starf sem er í góðum samhljómi við áherslur Kvennahlaupsins á samstöðu og samtakamátt kvenna.
Á myndinni má sjá Ernu Reynisdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla og Halldóru Ingimarsdóttur frá markaðsdeild Sjóvá.