Fyrirtækjasvið Sjóvá skrifaði þann 20. september undir samning við Hafnarfjarðarbæ um að félagið taki að sér almennar vátryggingar fyrir bæinn og tengda aðila undir rekstrarlegri ábyrgð hans. Samningurinn er til ársloka 2007 og felur í sér umfangsmikla vátryggingarvernd. Í áratugi hefur Hafnarfjarðarbær haft hluta af sínum vátryggingum hjá Sjóvá. Með hinum nýja samningi hefur vátryggingaverndin verið endurskoðuð og færð í það horf sem þjónar betur hagsmunum Hafnarfjarðarbæjar. Í samningum er sérstaklega kveðið á um markvisst samstarf í forvarnamálum, sem Securitas mun m.a. koma að.