Sjóvá og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa átt farsælt samstarf um forvarnir og öryggismál í yfir 20 ár og hafa félögin nú endurnýjað samstarfssamning sinn. Við hjá Sjóvá verðum þannig áfram einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar næstu 5 árin.
Markmiðið með samningnum er að halda áfram nánu samstarfi á sviði slysavarna, standa að
metnaðarfullum forvarnarverkefnum og stuðla þannig í sameiningu áfram að bættu öryggi
almennings og ferðamanna um allt land.
„Samstarf okkar við Sjóvá hefur gert okkur kleift að halda úti enn öflugra starfi en ella og í
sameiningu hafa félögin að auki staðið að fjölmörgum slysavarnaverkefnum sem snúast um
að koma í veg fyrir slys hjá börnum, öldruðum og ferðamönnum, svo eitthvað sé nefnt. Sem
dæmi um slík verkefni má nefna Safetravel appið, veðurkort á Safetravel.is og það þegar við
stóðum, í samstarfi við aðra, að því að dreifa 70.000 endurskinsmerkjum til almennings
síðastliðið haust,“ segir Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.
Sem aðalstyrktaraðili tryggjum við hjá Sjóvá einnig eignir og búnað björgunarsveita um allt land og sér til þess að félagar samtakanna séu vel tryggðir í þeim erfiðu aðstæðum sem þeir starfa oft við.
„Samstarf okkar við Landsbjörgu, sem er nú orðið rúmlega 20 ára gamalt, hefur verið afar
farsælt og það er okkur mikið ánægjuefni að geta haldið áfram að styðja við það mikilvæga
starf sem aðildarfélög Slysavarnarfélagsins Landsbjargar vinna um allt land,“
segir Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá. „Björgunarsveitirnar hafa margsannað mikilvægi sitt, ekki hvað síst á undanförnum árum þegar ofsaveður hafa geisað, eldfjöll gosið og aurskriður fallið. Á slíkum stundum sjáum við hvað það skiptir miklu máli að á Íslandi séu til staðar björgunarsveitir sem hafa yfir að ráða vel þjálfuðum mannskap og góðum tækjabúnaði. Það skiptir okkur hjá Sjóvá miklu máli að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með þessum hætti og rímar starf Landsbjargar afar vel við okkar áherslur í samfélagsmálum og þau heimsmarkmið sem við vinnum sérstaklega að“.