Glitnir og Sjóvá hafa ákveðið að verja milljón hvort fyrirtæki til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Asíu, sem kostað hafa tugþúsundir mannslífa. Jafnframt skora Glitnir og Sjóvá á önnur stærri fyrirtæki landsins að láta ekki sitt eftir liggja vegna hörmulegra afleiðinga flóðanna í kjölfar jarðskjálftans á annan dag jóla.“Við þökkum kærlega fyrir stórhug og rausnarlega gjöf Glitnis og Sjóvá. Þessir fjármunir koma að góðum notum í því hjálparstarfi sem er í gangi og framundan er á hamfarasvæðunum," segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins
“Ótal margir eiga um sárt að binda og þörfin fyrir utanaðkomandi aðstoð er mikil, þannig að mikilvægt er að fólk og fyrirtæki leggist á eitt og styðji hjálparstarfið,” segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.
“Nú ríður á að allir leggi sitt af mörkum og styðji hjálparstarf í Asíu, þar sem fólk hefur mátt þola mestu náttúruhamfarir okkar tíma,” segir Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvá.
Nánari upplýsingar veita Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, í síma 440-4005, og Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvá, í síma 440-2001.