Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og þriðja sinn, í dag, laugardaginn 16. júní. Um 15.000 konur tóku þátt á 80 stöðum út um allt land og á um 16 stöðum erlendis. Um 5.000 konur hlupu í Garðabænum, 1650 í Mosfellsbæ og 700 konur á Akureyri. Um 500 konur hlupu erlendis. Boðið var upp á mismunandi vegalengdir allt frá 2 km upp í 10 km. Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman.
Myndir frá hinum ýmsu hlaupastöðum má sjá á vef Kvennahlaupsins.
Um 5.000 konur komu saman í Garðabæ og tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ