Sjóvá hefur undirritað samstarfssamning við Félag kvenna í atvinnurekstri (FKA). Með samningnum mun Sjóvá bjóða þeim fyrirtækjum sem eru aðilar að félaginu sérkjör á líf- og sjúkdómatryggingum ásamt hóplíftryggingasamningum sem eru sérsniðnir fyrir aðildarfyrirtæki samtakanna.
Markmið FKA með samningnum við Sjóvá er að auka virði aðildar að samtökunum með því að bjóða aðildarfyrirtækjum sérkjör og sérsniðnar lausnir á sviði líf- og sjúkdómatrygginga. Markmið Sjóvá er að bæta þjónustu við viðskiptavini sína með einföldum en sérsniðnum líftryggingalausnum.
Nánari upplýsingar um samstarfið veita
- Þórunn Snorradóttir, ráðgjafi fyrirtækjasviðs Sjóvá, sími 440-2159
- Sofía Johnson, framkvæmdastjóri FKA, sofiaj@simnet.is, sími 897-0711