Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka mun hafa umsjón með skráningunni
Reykjavík, 13. september 2013: Stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. (Sjóvá) hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. sem umsjónaraðila með almennu hlutafjárútboði og skráningu félagsins á Nasdaq OMX Iceland.
Markmiðið með útboðinu er að tryggja almenna og góða dreifingu á eignarhaldi félagsins. Hluthafar félagsins í dag eru SF1 slhf., fagfjárfestasjóður á vegum Stefnis hf., SAT Eignarhaldsfélag hf. sem er félag í eigu Glitnis banka hf. og Íslandsbanki hf. Stefnt er að því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland á árinu 2014.
Hermann Björnsson, forstjóri:
“Með þessum samningi hefst nú lokaundirbúningur að skráningu Sjóvár í kauphöll. Félagið hefur sýnt góða afkomu síðastliðin misseri og er í traustum rekstri. Það er okkar trú að Sjóvá sé góður kostur fyrir fjárfesta og góð viðbót við hlutabréfamarkaðinn á Íslandi.”