Sjóvá gaf Landsbjörgu 28 nætursjónauka eða tvo í hvert skip þeirra. Þorgils Óttar forstjóri afhenti Jóni Gunnarssyni formanni Landsbjargar nætursjónaukana í gær við formlega athöfn. Áhöfn Einars Sigurjónssonar sigldi út fyrir Hafnarfjarðarhöfnina þar sem sjónaukarnir voru prófaðir.
Slysavarnafélagið Landsbjörg rekur í dag 12 björgunarskip og fjölgar þeim um 2 á næstu mánuðum. Björgunarskipin eru staðsett hringinn í kringum landið á þeim stöðum sem mikil útgerð er á.
Rekja má sögu björgunarskipa útgerðar félagsins allt til ársins 1928 þegar Þór kom til Vestmannaeyja, en núverarndi fyrirkomulag á rekstri er frá árinu 1989 þegar björgunarskipin Henry Hálfdánarson (Reykjavík) og Hannes Þ. Hafstein (Sandgerði) komu til landsins. Síðan hefur verið unnið markvisst að fjölgun björgunarskipa og næst markmið þeirra að vera með 14 björgunarskip í byrjun næsta árs.
Björgunarskipin eru mönnuð sjálfboðaliðum úr björgunarsveitunum sem eru til taks allan sólarhringinn. Til viðhalds björgunarskipanna er vélstjóri í 1/2 starfi við hvert skip sem er eini launaði maðurinn sem kemur að rekstri hvers skips.
Gjöf Sjóvá er Slysavarnafélaginu Landsbjörg mikilvæg þar sem nætursjónaukarnir munu bæta leitar möguleika björgunarskipanna í myrkri og auka einnig öryggi áhafnar björgunarskipsins sem getur betur gert sér grein fyrir aðstæðum á vettvangi þegar dagsljóss nýtur ekki við.
Myndir
Smelltu á mynd til að stækka