Sjóvá hlaut í dag viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA. Viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum í verkefninu sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn) en það var Eliza Reid, forsetafrú, sem afhenti hana.
Sjóvá hefur hlotið viðurkenninguna fjórum sinnum eða öll árin sem hún hefur verið veitt. 60% af framkvæmdastjórn Sjóvá eru karlar og 40% konur. Í stjórnum er hlutfallið jafnt, 50% karlar og 50% konur og í stjórnendateymi eru 52% karlar og 48% konur.
Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA forsætisráðuneytið, Sjóvá, Deloitte, Pipar\TBWA og Ríkisútvarpið.
Sjá nánar á vef Jafnvægisvogar FKA.