FO herferð UN Women 2022 hefst formlega í dag 2. september en við hjá Sjóvá erum nýr bakhjarl herferðarinnar.
Að þessu sinni felst herferðin í sölu FO vettlinga og rennur ágóðinn óskiptur til hinsegin verkefna UN Women, sem ætlað er að veita hinsegin fólki um allan heim von, stuðning og tækifæri. FO vettlingarnir eru íslensk framleiðsla og hönnun, framleiddir af VARMA og hannaðir af Védísi Jónsdóttur prjónahönnuði.
„Sjóvá er fyrirtæki sem leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og hefur sýnt í verki að það styður heilshugar við mannréttindi. Það er ómetanlegt fyrir okkur hjá UN Women á Íslandi að fá þennan stuðning, sem sýnir líka mikilvægi þess að fyrirtæki styðji við fjölbreytileikann í verki,“ segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
„Það er okkur mikil ánægja að geta tekið þátt í FO átakinu með UN Women á Íslandi. Þetta er glæsileg og mikilvæg herferð og við erum stolt af því að geta lagt því lið,“ segir Jóhann Þórsson markaðsstjóri Sjóvá, um samstarfið við UN Women á Íslandi.
Hægt er að kaupa FO vettlingana hér.