Sjóvá endurgreiðir viðskiptavinum sínum iðgjöld þeirra af lögboðnum bílatryggingum í maí. Í heildina mun þessi aðgerð kosta Sjóvá um 600 milljónir króna. Ákvörðunin byggir á því að 2021 var gott rekstrarár hjá félaginu og þótti sanngjarnt að deila því með viðskiptavinum.
Viðskiptavinir geta nú þegar skráð sig inn á Mitt Sjóvá og séð hver upphæð þeirra endurgreiðslu er.
Fjárhæðin verður síðan greidd út fyrir 26. maí, en tíma tekur að endurgreiða svo mörgum.
“Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári og við viljum að viðskiptavinir okkar njóti góðs af því. Þess vegna ráðumst við í að endurgreiða iðgjöld lögboðinna bifreiðatrygginga núna." - Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Með endurgreiðslunni nú og niðurfellingu iðgjalda í maí 2020 hefur um 1.300 milljónum verið varið til viðskiptavina Sjóvá.
Við endurgreiðsluna núna í maí bætist síðan árleg endurgreiðsla til tjónlausra Stofnfélaga. Síðustu tvö ár hefur Sjóvá þannig greitt rúmlega tvö þúsund milljónir til baka til sinna viðskiptavina.