Tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir Sjóvár í Stofni fá 430 milljónir króna endurgreiddar nú í byrjun febrúar. Þetta er tuttugasta árið sem Sjóvá greiðir til baka hluta iðgjalda hjá þeim viðskiptavinum sem hafa farið í gegnum árið án tjóns. Að þessu sinni eru það rúmlega 21.000 viðskiptavinir sem fá endurgreiðslu. Sjóvá er eina tryggingafélagið sem endurgreiðir tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum.
Eins og síðustu 5 ár er viðskiptavinum gefin kostur á að láta hluta endurgreiðslunnar ganga til góðgerðarmálefnis. Í ár gefst þeim kostur á að styrkja Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra.
Á síðasta ári fékk styrktarfélagið Einstök börn greiðslu frá viðskiptavinum að upphæð 2,8 milljónir króna að meðtöldu framlagi Sjóvár. Það var hæsta upphæð sem safnast hefur í tengslum við endurgreiðsluna frá því að Sjóvá hóf að bjóða þennan möguleika en þá völdu um 1.300 viðskiptavinir að gefa til málefnisins. Sjóvá er stuðningsaðili Ljóssins og hefur verið um árabil.
Tilkynningar vegna endurgreiðslunnar munu berast viðskiptavinum næstu daga.
Nánari upplýsingar:
Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri, s. 8442022,
sand@sjova.is