Föstudaginn 19. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2023 kynntar. Sjóvá var efst tryggingafélaga, með 67,5 stig. Þetta er í sjöunda skiptið í röð sem Sjóvá er efst tryggingafélaganna en aldrei hefur eitt tryggingafélag verið efst í Ánægjuvoginni svo oft í röð. Ekki reyndist þó marktækur munur á Sjóvá og því tryggingafélagi sem var í öðru sæti.
„Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila,“ segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi.
Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu.
Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2023 – Gullhafar
- Dropp 83,9 stig meðal póstþjónustufyrirtækja
- Costco eldsneyti 80,8 stig meðal eldsneytisstöðva
- IKEA 76,6 stig meðal húsgagnaverslana
- Icelandair 74,3 stig meðal flugfélaga
- Nova 74,2 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
- Krónan 73,7 stig meðal matvöruverslana
- Apótekarinn 73,6 stig meðal apóteka
- A4 70,9 stig meðal ritfangaverslana
- BYKO 70,3 stig meðal byggingavöruverslana
Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur.
- Heimilistæki 75,8 stig meðal raftækjaverslana
- Orka náttúrunnar 68,0 stig meðal raforkusala
- Sjóvá 67,5 stig meðal tryggingafélaga
- Kringlan 67,2 stig meðal verslunarmiðstöðva
- Landsbankinn 60,8 stig meðal banka
Hér má sjá vegerð Sjóvá í Íslensku ánægjuvoginni frá árinu 2010. Brotna línan sýnir meðaltal markaðarins.