Nýlega tilkynntum við viðskiptavinum okkar breytingar á sjúkdómatryggingu þeirra*. Nú borgum við út hlutabætur vegna vægari sjúkdómagreininga, bættum sjúkdómavernd barna og fjölguðum flokkum tryggingarinnar úr fjórum í fimm.
Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi, viðskiptavinir þurfa ekkert að gera og iðgjald þeirra helst það sama.
Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem við bætum tryggingar viðskiptavina okkar án þess að hækka iðgjaldið. Þetta endurspeglar þá áherslu sem við leggjum á að bæta tryggingar með hag viðskiptavina okkar að leiðarljósi.
Hvaða tryggingar eru þetta?
- 1. des. 2020 breyttum við Sjúkdómatryggingu okkar þannig að trygging heldur sjálfkrafa áfram eftir tjónagreiðslu. Fyrir breytingu þurfti viðskiptavinur að óska sérstaklega eftir endurvakningu tryggingarinnar.
- 23. apríl 2021 bættum við kaskótryggingu okkar þannig að undirvagnar væru innifaldir. Þetta var sérstaklega gert með eigendur rafbíla í huga, en tjón á undirvögnum rafbíla geta verið mjög dýr. Fyrir þessa breytingu voru þessi tjón ekki bætt og rafbílaeigendur gátu staðið eftir með milljónatjón. Þessu breytti Sjóvá, fyrst tryggingafélaga.
- 17. febrúar 2022 lækkuðum við iðgjaldaskrá líftrygginga okkar, gildistíminn var lengdur og við inniföldum bætur vegna barna. Einnig var sett inn heimild til hækkunar líftryggingarfjárhæðar í kjölfar fæðingar barns eða fasteignakaupa.
- 8. mars 2022 – Kaskótrygging, tvöföld eigináhætta einfölduð. Í einhverjum tjónum þurfti áður að greiða tvöfalda eigináhættu en það á ekki lengur við.
- Og nú vorum við að bæta Sjúkdómatrygginguna með því að setja inn hlutabætur, hámarksbætur vegna barna hækkaðar, og við fjölguðum þeim flokkum sjúkdóma sem tryggingin nær yfir. Þannig er tryggingin orðin mun víðtækari.
*miðast við sjúkdómatryggingar sem gefnar voru út eftir 4.júlí 2017