SafeTravel appið var frumsýnt í dag en um er að ræða app sem færir rauntímaupplýsingar um færð og aðstæður á vegum landsins beint í snjallsíma. Með appinu er stigið mikilvægt skref í að auka öryggi þeirra sem ferðast um landið og mun það geta einfaldað ákvarðanatöku við akstur og veita upplýsingar um færð á vegum í rauntíma.
SafeTravel appið er afurð trausts samstarfs Landsbjargar undir merkjum SafeTravel, Sjóvá og Stokks hugbúnaðarhúss en Sjóva stóð undir kostnaði við þróun þess.
Það var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála og nýsköpunar sem frumsýndi appið en með henni á myndinni eru Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, Árdís Björk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stokks og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.