Sjóvá hefur nú fyrst íslenskra vátryggingafélaga komið fram með rekstrarstöðvunartryggingu fyrir kúabændur.
Vátryggingu þessari er ætlað að greiða þann tekjumissi sem fylgir í kjölfar þess, að mjólkurframleiðsla hefur stöðvast eða dregist saman vegna þess að kýr hafa drepist af völdum tjóns sem brunatrygging félagsins tekur til.Við vélræna pökkun þeirra gagna sem send voru út til viðskiptavina Sjóvá (bænda) urðu þau mjög svo leiðu mistök að bréf og vátryggingaskilmálar sem fara áttu saman með greiðsluseðli, gerðu það ekki. Bréfið og skilmálar voru send saman í umslagi strax í kjölfar greiðsluseðilsins.
Bréfinu var ætlað að útskýra meðfylgjandi greiðsluseðil þar sem bændum er boðin sú þjónusta að taka vátrygginguna. Viðskiptavinum er þannig í sjálfsvald sett að taka vátrygginguna með því að greiða greiðsluseðilinn ellegar ónýtist hann eftir 2 mánuði eins og skýrt kemur fram í bréfinu. Bréf þetta og skilmálar voru send saman í umslagi strax í kjölfar greiðsluseðilsins.
Sjóvá hefur fengið sterk viðbrögð við þessu frá bændum og forsvarsmönnum bænda.
Sjóvá er framsækið vátryggingafélag og hefur hagsmuni viðskiptavina sinna ávallt að leiðarljósi. Það er liður í þjónustu Sjóvá að bjóða viðskiptavinum þær nýjungar sem félagið kemur fram með á hverjum tíma.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sá tími sem það kann að taka að útvega mjólkurkýr á ný eftir slíkan atburð getur verið mjög langur og fjárhagslegar afleiðingar tekjumissisins þar af leiðandi alvarlegar. Með vátryggingu þessari er Sjóvá að koma til móts við augljósar þarfir kúabænda.