Öryggisvestin verja knapa fyrir ákveðnum slysum og höggum sem t.d. geta hlotist þegar dottið er af baki, eins og rifbeins- og viðbeinsbrotum, ásamt bakmeiðslum. Öllum börnum og unglingum sem sækja reiðskólana í Reykjavík mun framvegis vera gert að nota öryggisvestin.
Mikil umræða hefur skapast um öryggismál hestamanna undanfarin ár og er það trú hestamanna að mikil aukning verði á notkun öryggisbúnaðar í hestamennsku.
Fákur og Sjóvá hafa skrifað undir styrktarsamning og eru öryggisvestin gjöf Sjóvá til Fáks af því tilefni.
Einnig verður Sjóvá aðal styrktaaðili Reykjavíkurmótsins og Íslandsmótanna í hestaíþróttum sem Fákur heldur í sumar.