Hér eru nokkrar ábendingar sem gott er að hafa í huga við notkun kertaljósa.
- Gætið þess að kertin séu vel föst í kertastjökunum og að undirlag kertanna sé stöðugt og óbrennanlegt.
- Setjið ekki eldfim skreytingarefni við kertin.
- Hafið kertaskreytingar ekki nálægt opnanlegum glugga, við gardínur eða annað sem getur farið í logann.
- Yfirgefið aldrei vistarveru þar sem kertaljós logar.
- Setjið aldrei kerti í tröppur eða á þrep við inngang.
- Ef kviknar í kertaskreytingu má slökkva eldinn með vatni. Ef slökkvitæki er notað, er betra að nota léttvatnstæki en duftslökkvitæki, því duftið dreifist um og veldur óþrifnaði.