Föstudaginn 11. október næstkomandi verður opinn fundur í Sjóvá í Kringlunni 5 um umferðaröryggismál. Á fundinum verður rætt um samspil dekkja og áhrif þeirra á fjölda tjóna en skv. athugun Sjóvár eru sterk tengsl á milli ástands dekkja og umferðaróhappa. Þá eru mun minni kröfur gerðar til munstursdýptar á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og umhugsunarefni hvort það hefur áhrif á fjölda tjóna.