Alþjóðaólympíunefndin var stofnuð þennan dag árið 1894. Markmið með deginum er að bjóða almenningi að kynnast fjölbreytum íþróttum, með áherslu á að uppgötva, læra og hreyfa sig. Í gegnum íþróttirnar er einnig verið að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar; Gera sitt besta - vinátta og virðing.
Börn, fullorðnir, fjölskyldur, skyldmenni, samstarfsfélagar, vinir og kunningjar eru velkomin í Laugardalinn í dag. Þar verður hægt að prófa íþróttagreinar undir handleiðslu landsliðsfólks í greinum eins og skylmingum, tennis, krakkablaki, strandblaki, borðtennis, keilu, dans og frjálsíþróttum. Einnig verður hægt að skoða keppnisbíla frá kvartmílu til gókart. Rathlaupafélagið Hekla bíður upp á rathlaup í Laugardalnum.
Deginum lýkur með hinu skemmtilega Miðnæturhlaupi sem hefst kl:22:00. Þar er hægt að velja á milli þriggja vegalengda, 3 km, 5 km og 10 km. Skráning og nánari upplýsingar er hægt að finna á http://www.maraþon.is/ og http://www.hlaup.is/ þátttakendur í hlaupinu fá svo frítt í sund á eftir.
Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána og taka þátt í deginum með okkur.
Dagskrá* í Laugardalnum 23. júní:
• 18:30 Setning við bílastæðin hjá Þrótti/Ármann
• 18:30 - 22:00 Akstursíþróttasambandið með sýningu á 4 til 5 keppnisbílum allt frá kvartmílu til gókart þeir verða á bílastæðinu hjá Þrótti/Ármann.
• 18:30 - 21:30 Skylmingar - í Skylmingamiðstöðin undir norðurenda stúkunnar- World Class megin 19:00 - 22:00 Keila Við Skylmingarmiðstöðina
• 19:00 - 22:00 Borðtennis
• 19-00 - 22:00 Krakkablak og strandblak á grasinu við körfurnar hjá bílastæði Þrótti/Ármann
• 19:00 - 22:00 Tennis Á tennisvöllunum bakvið húsnæði Þróttar
• 19:00 - 22:00 Rathlaup
• 19:00 - 22:00 Frjálsíþróttir á frjálsíþróttabrautinni á Laugardalsvelli
• 21:00 - 21:40 Dans - verður með sýningu og létta kennslu
• 22:00 Miðnæturhlaupið fer af stað
*Fyrirvari er á að dagskráin gæti tekið breytingum.