Þann 15. janúar næstkomandi verður tekinn í notkun nýr tjónagrunnur sem Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) sjá um rekstur á. Grunninum er ætlað að koma í veg fyrir skipulögð tryggingasvik. Góð reynsla hefur verið af sambærilegum grunnum, t.d. í Svíþjóð og Noregi, þar sem þeir hafa reynst mikilvægt tæki í baráttunni við svik.
Við hjá Sjóvá erum meðal þeirra fjögurra tryggingafélaga sem eiga aðild að grunninum en hann er rekinn með sérstöku leyfi frá Persónuvernd. Creditinfo verður vinnsluaðili grunnsins og er óheimilt með öllu að nýta upplýsingar úr honum í öðrum tilgangi en til að stemma stigu við tryggingasvikum og ofgreiðslu tryggingabóta. Réttindi þeirra sem skráðir eru í grunninn eru meðal annars tryggð með því að veita fólki aðgang að yfirliti yfir uppflettingar um sig í grunninum í gegnum þjónustuvef Creditinfo og fylgir allt verklag fyrirmælum Persónuverndar.
Í grunninn verða skráð tjón sem tilkynnt eru til tryggingafélaganna sem eiga aðild að honum, að undanskildum tjónum sem falla undir líf- og sjúkdómatryggingar. Þá verða ekki skráð í grunninn tjón barna undir sakhæfisaldri. Upplýsingar um tjónagrunninn munu koma fram í uppfærðum skilmálum okkar frá því að grunnurinn verður tekinn í notkun.
Nánari upplýsingar um tjónagrunninn: