Nýir eigendur hafa tekið við Sjóvá
SF1 slhf., félag í umsjón Stefnis hf., greiddi í dag Eignasafni Seðlabanka Íslands ehf. fyrir ríflega helming hlutafjár ( 52,4 %) í Sjóvá (Sjóvá-Almennum tryggingum hf). Á hluthafafundi, sem haldinn var í kjölfarið, tók ný stjórn við félaginu. Erna Gísladóttir er formaður nýkjörinnar stjórnar en fulltrúar SF1 í stjórn ásamt henni eru Ingi Jóhann Guðmundsson og Tómas Kristjánsson. Aðrir stjórnarmenn eru Heimir V. Haraldsson og Haukur C. Benediktsson. Engin lán voru tekin fyrir kaupunum, sem eru að fullu fjármögnuð með eigin fé kaupenda, og fer enginn hluthafa í SF1 með stærri hlut en sem svarar til 10% hlutdeildar í Sjóvá. Viðskiptin hafa nú þegar hlotið samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.
Við, fulltrúar SF1 í stjórn Sjóvár, hlökkum til að takast á við þetta verkefni með nýjum eigendum sem vilja byggja félagið upp til langframa í samstarfi við gott starfsfólk og trygga viðskiptavini. Allir hluthafar eru einhuga um að vinna saman að framgangi félagsins og stefna á að skrá það á markað 2013. Við horfum að sjálfsögðu fram á við en viljum byrja á að hverfa aftur til fortíðar til þess tíma þegar tryggingafélög einbeittu sér að tryggingum í stað þess að dreifa kröftunum í aðrar áttir. Að okkar áliti á tryggingafélag að vera klettur í ólgusjó lífsins, fólki til halds og trausts. Til að svo megi vera þarf eignarhald og rekstarlegar forsendur að vera mjög traustar. Þar tel ég líka ótvíræðan kost að við þremenningarnir, sem komum inn í stjórn félagsins fyrir hönd SF1, erum í hópi eigenda.“
Um SF1
Stærstu eigendur SF1 eru Gildi lífeyrissjóður, SVN eignafélag ehf. (félag í eigu Síldarvinnslunnar hf.), SÍA I (fagfjárfestasjóður undir stjórn rekstrarfélagsins Stefnis, en eigendur SÍA I eru meðal annars stærstu lífeyrissjóðir landsins), Frjálsi Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LSR), Stapi Lífeyrissjóður og fagfjárfestasjóðurinn Stefnir ÍS-5. Aðrir eigendur SF1 eru Festa lífeyrissjóður, EGG ehf, (í eigu Ernu Gísladóttur), Arkur ehf. (í eigu Steinunnar Jónsdóttur), Lífeyrissjóður bænda, Sigla ehf. (í eigu Tómasar Kristjánssonar og Finns Reyrs Stefánssonar) og Draupnir fjárfestingafélag ( í eigu Jóns Diðriks Jónssonar).
Um Sjóvá
Um Stefni
Frekari upplýsingar veitir Erna Gísladóttir (892 3456)