Nýja stjórn skipa:
Fyrir í stjórn voru Erna, Heimir og Þórhildur. Nýir stjórnarmenn eru stjórnarformaðurinn Frosti Bergsson, og Haukur C. Benediktsson sem er framkvæmdastjóri eignaumsýslufélags Seðlabankans, Sölvhóls ehf. Við endurreisn Sjóvár og stofnun nýs félags á síðasta ári endurspeglaði stjórn félagsins hluthafahópinn á þeim tíma. Í maí sl. tók Eignasafn Seðlabanka Íslands við 73,03% hlut SAT eignarhaldsfélags í Sjóvá skv. samkomulagi við SAT eignarhaldsfélag og í ágúst sl. fékk Eignasafn Seðlabanka Íslands leyfi frá Fjármálaeftirlitinu til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá eða og þar með heimild til að koma að stjórn félagsins.
Í framhaldi af fréttum um ákvörðun kaupendahóps að draga sig út úr söluferli Sjóvá hafa núverandi eigendur sammælst um að hætta við það formlega söluferli félagsins sem hófst 18. janúar sl. Áfram verður skoðuð aðkoma fjárfesta að félaginu og kannað verður til hlítar hvort stefnt skuli að skráningu félagsins í Kauphöllinni eftir 1-3 ár. Núverandi eigendur munu einbeita sér að vexti og viðgangi félagsins. Sem fyrr verður lögð höfuðáhersla á traustan vátryggingarekstur og að Sjóvá veiti úrvalsþjónustu til sinna viðskiptavina.
Nánari upplýsingar:
Lárus S. Ásgeirsson, forstjóri, sími 440 2000, netfang larus.asgeirsson@sjova.is