Haraldur Ingólfsson útibússtjóri okkar á Akranesi fór í morgun ásamt slysavarnadeildinni Líf og heimsótti 10. bekk í Grundaskóla. Afhentu þau nemendum, sem nú eru að útskrifast, reykskynjara og ræddu við þau um mikilvægi eldvarna. Krakkarnir voru ánægðir með gjöfina og á mánudaginn munu þau heimsækja Brekkubæjarskóla og á þriðjudaginn nemendur í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit.