Sjóvá býður sveitarfélögum landsins til morgunfundar 3. mars 2022
Dagskrá:
- Opnun fundar – Elín Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs
- Tjónatölfræði sveitarfélaga – Hilmar Þór Sigurjónsson, sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Sjóvá og Petra Sif Sigmarsdóttir, sérfræðingur í tjónadeild Sjóvá
- Kynning á atvikaskráningakerfi Ozio – Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri Ozio
- Eigið eldvarnaeftirlit og brunavarnir sveitarfélaga – Einar Bergmann Sveinsson, fagstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
- Pallborð og umræður með fyrirlesurum ásamt Berglindi Söebech, verkefnisstjóra trygginga hjá Reykjavíkurborg
Fundarstjóri: Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá
Hvar? Sjóvá, Kringlan 5, 6. hæð, 103 Reykjavík og í streymi á Teams
Hvenær? Fimmtudaginn 3. mars, kl. 8:45-9:45
Kaffi og kleinur í boði
Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð.
Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi.
Við hjá Sjóvá bjóðum fulltrúum sveitarfélaga landsins á morgunfund um forvarnir sveitarfélaga þar sem við fáum til okkar sérfræðinga til að ræða forvarnamál. Fundinum verður streymt á Teams en einnig er hægt að mæta á staðinn.
Við óskum eftir skráningu þátttakenda fyrir 28. febrúar 2022 með því að samþykkja Teams fundarboð en látið vinsamlega vita ef þið ætlið að mæta í eigin persónu. Velkomið er að áframsenda fundarboðið.