Heiðursskjöldurinn er veittur þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem þykja vinna framúrskarandi starf almenningi til heilla.
Stefán Eiríksson hefur sem lögreglustjóri komið með ferskleika, metnað og kraft í starf lögreglunnar. Hann hefur aukið mjög sýnileika lögreglunnar sem hefur ótvírætt gildi fyrir öryggi borgaranna og hefur sú áhersla borið sýnilegan árangur. Hann hefur einnig beitt sér fyrir auknu umferðaröryggi í sínu umdæmi, m.a. með frumkvæði að stofnun samstarfshóps um umferðaröryggi. Sú vinna á mikinn þátt í umtalsverðri fækkun umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu sl. ár.
Við afhendinguna sagðist Stefán taka við viðurkenningunni fyrir hönd lögreglu höfuðborgarsvæðisins og væri þetta mikil hvatning fyrir þeirra starf.