Lárus er 52 ára gamall, vélaverkfræðingur að mennt frá Íslandi og Bandaríkjunum. Hann starfaði hjá Marel frá 1991 m.a. sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála, forstjóri Scanvaegt International í Danmörku í eigu Marel, framkvæmdastjóri erlendra sölu og þjónustufyrirtækja Marel í yfir 20 löndum og staðgengill forstjóra. Lárus er kvæntur Sigurveigu Þóru Sigurðardóttur lækni og eiga þau tvo syni.
Umfangsmikilli endurskipulagningu Sjóvá-Almennra Trygginga lauk í síðasta mánuði með flutningi á vátryggingastofni félagsins yfir í nýtt tryggingafélag með traustan rekstur. Með endurskipulagningunni tókst að tryggja að fullu hagsmuni viðskiptavina félagsins. Megin áhersla félagsins verður á almenna tryggingastarfsemi með þjónustu við viðskiptavini að leiðarljósi og hagkvæmni í rekstri.
Eigendur nýs félags eru SAT eignarhaldsfélag hf. (sem er í eigu Glitnis banka hf.) og Íslandsbanki hf. Stjórn nýs vátryggingafélags skipa Heimir V. Haraldsson stjórnarformaður, Þórólfur Jónsson, Erna Gísladóttir, Kristján Ragnarsson og Þórhildur Ólöf Helgadóttir.