Lárus Ásgeirsson: „Í framhaldi af því að ný stjórn hefur tekið við félaginu hef ég afráðið að hætta störfum. Vandasömu en árangursríku breytingaferli er lokið og ég tel eðlilegt að nýir eigendur með nýjar áherslur ráði forstjóra. Sjóvá stendur traustum fótum með góðan vátryggingarekstur. Viðskiptavinir hafa staðið með félaginu og það eru spennandi tímar framundan. Ég vil þakka öllu starfsfólki Sjóvár afar gott og metnaðarfullt samstarf og lít stoltur og ánægður um öxl.
Ólafur Njáll Sigurðsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs gegnir störfum forstjóra tímabundið.