Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Sjóvá og Samgöngustofa hafa tekið höndum saman og eru þessa dagana að gefa 70.000 endurskinsmerki um allt land. Landsmenn eru duglegir sem aldrei fyrr að hreyfa sig úti, ekki síst nú á tímum samkomutakmarkana. Yfir vetrarmánuðina er afar mikilvægt að við séum öll vel sýnileg á götum borgarinnar og notkun endurskinsmerkja því nauðsynleg, bæði fyrir börn og fullorðna.
Félagar í björgunarsveitum og slysavarnarsveitum Landsbjargar um allt land sjá um dreifingu í skólum og leikskólum og er öllum sóttvarnarreglum vandlega fylgt. Einnig er hægt að panta merki á heimasíðu Landsbjargar og fá þau send heim.
Við hvetjum ykkur öll til að vera bjartsýn og sýnileg í skammdeginu!