Framkvæmdastjórar hjá Sjóvá eru þrír eftir skipulagsbreytingar sem kynntar voru 24. ágúst. „Þessar breytingar eru liður í að einfalda og straumlínulaga stjórnskipulagið hjá Sjóvá enn frekar,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri. „Fimm sviðum hefur verið fækkað niður í þrjú á undanförnum mánuðum og ábyrgð hvers framkvæmdastjóra aukin um leið, þannig fækkar framkvæmdastjórum jafnframt um tvo“.
Auður Daníelsdóttir tekur nú við starfi framkvæmdastjóra sölu- og ráðgjafarsviðs, Elín Þórunn Eiríksdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri tjónasviðs og Ólafur Njáll Sigurðsson verður framkvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs.
„Nýtt skipurit grundvallast þannig fyrst og fremst á þeim mikla mannauði sem við hjá Sjóvá búum að. Með því að fela reynslumiklu fólki ný verkefni getur þekking flætt enn betur á milli starfsstöðva og í því felast margvísleg tækifæri,“ segir Hermann.