Kaup SF1 slhf. á meirihluta í Sjóvá (Sjóvá-Almennum tryggingum hf) hafa hlotið samþykki Fjármálaeftirlits, Samkeppniseftirlits og stjórnar ESÍ (Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf). Þar með eru kaupin lögformlega frágengin og ný stjórn verður formlega skipuð á næsta hluthafafundi félagsins. Fulltrúar SF 1 í stjórn Sjóvá verða Ingi Jóhann Guðmundsson, Tómas Kristjánsson og Erna Gísladóttir, sem verður formaður nýrrar stjórnar.