Vegna jarðskjálftans á Suðurlandi verður útibú okkar á Selfossi við Austurveg opið laugardag og sunnudag á milli klukkan 9 og 16. Síminn á Selfossi er 440 2470.
Þú getur tilkynnt tjónið til okkar!
Viðskiptavinir Sjóvá geta tilkynnt tjón sitt til félagsins með tjónstilkynningu hér á vefnum og munum við koma málinu í réttan farveg til Viðlagatryggingar. Sjóvá mun aðstoða og upplýsa viðskiptavini sína eins og kostur er.
Við hvetjum þá sem lent hafa í tjóni að taka ljósmyndir af skemmdum og halda til haga skemmdu lausafé þar til skoðun hefur farið fram. Ef það er gert er óhætt að taka strax til og koma umhverfinu í samt lag. Sendið myndirnar með í viðhengi með tjónstilkynningunum.
Sjóvá hvetur fólk til að lágmarka tjón sitt eins og kostur er og reyna að gera nauðsynlegar ráðstafir til að koma í veg fyrir frekara tjón.
Tjónavaktin er í síma 800-7112
Þegar um náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta að ræða er það Viðlagatrygging Íslands sem bætir tjónið.
- Viðlagatrygging Íslands
- Laugavegi 162
- 105 Reykjavík
- s. 575-3300
- fax 575-3303
- Netfang: vidlagatrygging@vidlagatrygging.is
- Veffang: www.vidlagatrygging.is