Höfuðáverkar eru sem fyrr alvarlegustu reiðhjólaslysin. Sem fyrr eru reiðhjólahjálmar sá hlífðarbúnaður sem dregur úr líkum á alvarlegum höfuðáverkum. Notið því alltaf hjálm þegar þið hjólið.
Hvað þarft þú að hafa í huga?
-
Hjólaðu ávallt með hjálm, hvort sem vegalengdin er stutt eða löng.
-
Vertu í endurskinsfatnaði eða endurskinsvesti.
-
Farðu yfir reiðhjólið s.s. bremsur og dekk áður en þú byrjar að hjóla eftir veturinn.
-
Ef þú hjólar með tónlist eða útvarp í eyrunum vertu þá viss um að þú heyrir í umferðinni.
-
Hjólaðu á hjólreiða-og göngustígum þar sem þeir eru eða veldu umferðarminni götur.
-
Farðu eftir umferðarreglum og virtu rétt annarra stíganotenda.