Margir golfarar ekki tryggðir
Heimir Karlsson, fjölmiðlamaður, fór að hugsa um þetta í vor sem leið, þegar hann lék hring á Urriðaholtsvellinum hjá Oddi. Heimir kannaði málið betur og komst að því að langflestir golfarar eru alveg ótryggðir á golfvellinum.
Ný golftrygging
Í ljósi þessa eru Sjóvá, Golfklúbburinn Oddur og Heimir Karlsson að kynna til sögunnar nýja tryggingu sem býður golfurum upp á vernd fyrir ýmsum tjónum sem geta orðið á golfvellinum sjálfum. Hvort sem það er tjón á búnaði, tjón sem golfarar sjálfir verða fyrir eða jafnvel valda öðrum. Með þessari tryggingu ættu golfarar landsins því að geta einbeitt sér að því að bæta leik sinn áhyggjulausir.
Hola í höggi
Fari vátryggður holu í höggi á hann rétt á 20.000 kr greiðslu úr tryggingunni.