Fiðlusnillingur á Íslandi
Sjóvá styrkti komu fiðlusnillingsins Gilles Apap til Íslands. Apap hélt nokkra tónleika hér á landi, m.a. á Akureyri og í Reykjavík.
Einn áhugaverðasti fiðluleikari samtímans
Hinn franski Gilles Apap er einn áhugaverðasti fiðlueikari í heiminum í dag. Það er því sérstakt ánægjuefni að fá hann hingað til lands og einstakt tækifæri til að njóta snilldar hans.
Jass og þjóðlagatónlist
Gilles Apap er fæddur í Alsír árið 1963 og nam hann fiðluleik í Frakklandi og Bandaríkjunum. Hann hefur spilað sem einleikari víða um heim með þekktum hljómsveitum og stjórnendum. Auk þess að vera í fremstu röð meðal klassískra tónlistarmanna hefur hann þar fyrir utan tileinkað sér ýmsa stíla á einstaklega sannfærandi hátt, m.a. jass og þjóðlagatónlist frá ýmsum löndum. Hann er þekktur fyrir heillandi hljóðfæraleik, túlkun og yfirburða tækni.