Alltof fáir eru meðvitaðir um hver fjárhagsleg staða þeirra væri ef þeir myndu veikjast alvarlega, að sögn Þórdísar Lindar Leiva, ráðgjafa hjá Sjóvá. Í grein sem birtist á mbl.is er rætt við Þórdísi og farið yfir hvers vegna það er mikilvægt að vera líf- og sjúkdómatryggður. Í því samhengi segir Þórdís skipta miklu máli að fólk þekki hvað rétt það hefur á bótagreiðslum, s.s. frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga og örorkulífeyri frá lífeyrissjóði.
Þórdís segir langflesta þurfa að vera með sjúkdómatryggingu þar sem allir verði fyrir einhverri tekjuskerðingu séu þeir frá vinnu, þótt hún sé mismikil eftir aðstæðum. Námsmenn og sjálfstæðir atvinnurekendur þurfi að huga sérstaklega vel að þessum málum, þar sem þeir séu oft mjög réttindalitlir. Þá þurfi fólk einnig að taka mið af aðstæðum sínum og vera með líf- og sjúkdómatryggingar sem eru í samræmi við þær hverju sinni.