Gleðilegt var um að litast þegar hópur fólks kom saman til að mynda Ljósafoss á Esjunni fyrr í mánuðinum. Sjóvá hét 1.000 kr. á hvern þann sem tók þátt í viðburðinum.
Ánægjulegt er að segja frá því að hátt í 400 manns mynduðu stórfenglegan Ljósafoss niður Esjuhlíðar og styrkti Sjóvá því Ljósið um 400.000 kr.
Við erum stolt af samstarfinu við Ljósið sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra og okkur þykir vænt um að geta stutt við það dýrmæta starf sem þar fer fram.
Að vanda var það fjallagarpurinn Þorsteinn Jakobsson sem leiddi gönguna og Björgunarsveitin Kjölur stóð vaktina og hugsaði vel um fólkið í fjallinu.
Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem lýstu upp hlíðarnar með okkur. Án ykkar hefði Ljósafossinn ekki verið jafn bjartur og fagur og raun bar vitni.