Boðið var uppá fjölbreytta dagskrá með fyrirlestrum ýmissa samstarfsaðila Sjóvár og sérfræðinga á sviði öryggis- og forvarnamála auk þess sem starfsfólk mismunandi sviða fyrirtækisins fór yfir stöðu nokkurra málaflokka. Meðal annars var fjallað um góðan árangur Íslendinga af slysavörnum sjómanna, áhættusækni ökumanna í umferðinni og helstu tegundir tjóna hjá viðskiptavinum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Í þessu samhengi var m.a. farið yfir tjónasögu starfsfólks Sjóvár. Efni fyrirlestranna er m.a. ætlað að gera starfsfólk Sjóvár enn betur í stakk búið til að miðla áhugaverðum og jafnvel brýnum upplýsingum til viðskiptavina félagsins.
Í lok forvarnavikunnar skuldbatt stjórn Sjóvár og starfsfólk sig til að vera öðrum fyrirmynd þegar kemur að forvörnum og öryggismálum. Skrifuðu allir undir sérstakan samning þess efnis fyrr í dag.