Fjallað er um stöðu Sjóvár í frétt í Morgunblaðinu í morgun. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, fullyrðir að búið sé að tryggja tryggingastarfsemi Sjóvár þrátt fyrir sögusagnir um annað.
Því er haldið fram í Morgunblaðinu í dag að minnst tíu milljarða króna vanti í eignasafn Sjóvár til að eiginfjárhlutfall félagsins teljist jákvætt. Sjóvá uppfylli því ekki lögbundnar lágmarkskröfur um gjaldþol til að geta starfað sem tryggingafélag. Árni sagði í samtali við fréttastofu RÚV í morgun að þetta væri ekki allskostar rétt. Búið væri að aðgreina tryggingahlutann frá annarri starfsemi og skipta út eignum fyrir aðrar tryggari. Sjóvá uppfylli núna kröfurnar til að starfa sem tryggingafélag. Þetta hafi ekki áhrif á rekstur félagsins.
Frétt Morgunblaðsins um stöðu Sjóvár
Frétt RÚV um stöðu Sjóvár