Ökumenn bera fyrst og síðast ábyrgð á akstrinum og þegar öllu er á botninn hvolft er það mannlegi þátturinn sem vegur þyngst þegar að umferðaröryggi kemur. Að halda einbeitingu og athygli við aksturinn er lykilatriði og mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvenær maður í góðu formi til að aka bílnum og hvenær ekki, t.d. vegna þreytu og syfju. Ef sá möguleiki er fyrir hendi þá er gott fyrir ferðafélaga skiptast á að aka bílnum t.d.klukkutíma í senn og þannig er líklegra að halda einbeitingunni. Miklu máli skiptir að virða reglur um hámarkshraða, halda jöfnum hraða og síðast en ekki síst miða hraða við aðstæður.
Margir ökumenn vanmeta ástand sitt daginn eftir neyslu áfengis. Það getur tekið tíu til tólf tíma fyrir áfengið að fara úr blóðinu og getur því verið gott að bíða í nokkrar klukkustundir með að leggja af stað til þess að vera viss.
Hvað getur þú gert?
-
Fylgstu reglulega með hraðamælinum.
-
Vendu þig á að aka alltaf örlítið undir leyfðum hámarkshraða.
-
Leyfður hámarkshraði er miðaður við bestu aðstæður en er ekki markmið.
-
Hægðu á þér þegar þú nálgast þéttbýli. Þar má búast við umferð gangandi eða hjólandi vegfarenda.
-
Taktu þér tíma við aksturinn, of hraður akstur kemur þér og þínum ekki fyrr á áfangastað.
-
Haltu einbeitingu, annars hugar ökumenn auka hraðann frekar.
-
Ef fleiri en einn ökumaður er í bílnum þá er æskilegt að skiptast á að keyra.
-
Ekki nota síma og aka í leiðinni, akstur krefst athygli.
-
Hvíldu þig vel áður en lagt er af stað ef þú hefur verið að drekka kvöldið áður.