Tjón sem verður á innbúi af völdum jarðskjálfta fæst bætt hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands en til að tjónið sé bótaskylt verður innbúið að vera brunatryggt. Eins og fram kom í fréttum í gær er um þriðjungur innbúa landsins ekki brunatryggður, sem þýðir að það er þá ekki tryggt fyrir tjóni sem verður vegna náttúruhamfara.
Það er því afar mikilvægt að fara yfir þessi mál og ganga úr skugga um að innbúa eða lausafé sé tryggt með innbús- eða heimilistryggingu. Allir þeir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt tryggt hjá okkur. Við biðjum þá sem eru ekki með Fjölskylduvernd um að hafa samband við okkur til að fara yfir hvort innbúið sé brunatryggt og þar með tryggt fyrir náttúruhamförum.
Hægt er að ná sambandi við ráðgjafa okkar á netspjallinu á sjova.is, í síma 440 2000 eða með því að hafa beint samband við ráðgjafa í þínu útibúi.